Lektor í land- og ferðamálafræði Edda Waage lauk diplómunámi fyrir háskólakennara með rannsókn á vinnuálagi nemenda. Þetta vakti fyrst athygli hennar vegna þess að í námskeiði sem hún kenndi kom í ljós að nemendum þótti vinnuálagið óvenju mikið. Í þessum þætti talar Edda um hvað kennarar þurfa að hafa í huga þegar þeir skipuleggja námskeið og hvernig á að skapa jafnvægi á milli vinnuálags og vinnuframlags.