#204 Fidel Castro


Episode Artwork
1.0x
0% played 00:00 00:00
Aug 06 2024 200 mins   117

Þrátt fyrir að vera leiðtogi smáríkis þá kom hann Kúbu ansi langt inn á leikborð alþjóðastjórnmála. Raunar var Kúba miðpunkturinn í deilu Sovétríkjanna og Bandaríkjanna árið 1962 en þá saup öll veröldin hveljur. Aldrei nokkurn tíma var eins mikil hætta á kjarnorkustríði milli stórveldanna. Fidel Castro er ugglaust einn umdeildasti leiðtogi sögunnar. Hann reif þjóð sína upp úr fátækt og stórbætti heilbrigðis - og menntakerfi. Andóf gegn stjórnvöldum var þó miskunnarlaust barið niður og fjölmiðlun var langt frá því að vera frjáls. Castro hafði mikla útgeislun og vakti athygli hvar sem hann kom. Í raun varð hann fyrirmynd byltingarmanna um allan heim. Hann sýndi öðrum leiðtogum rómönsku Ameríku að hægt var að standa upp í hárinu á Bandaríkjunum og losa landið við arðrán fyrirtækja þeirra og spillingu mafíunnar. Fólki er bent á að þættirnir um Ameríku-skólann (nr. 181) og Fulgencio Batista (nr. 198) tengjast þessu efni mjög. Mælum með að hlusta á þá.

Viltu heyra fleiri þætti? Kynntu þér Draugana á Patreon



Vefverslun Drauganna

Tónlistin úr þáttunum

Umræðuhópur Drauganna á Facebook