Feb 19 2025 52 mins 173
Febrúar áskrift - Þáttur 3/5
Hjónin Jon & Carie Hallford stofnuðu útfararstofuna "Return To Nature" árið 2019. Þeim langaði að kynna á markað vistvænni aðferðir í útfarar þjónustu og var það markmið fyrirtækisins að "Go Green" Jon var þriðji ættliður útfararþjónustu bransa fjölskyldunnar en bæði afi hans og pabbi voru í þessu frá því þeir voru ungir menn. Vegna þess virti fólk Return To Nature og fengu hjónin inn mjög marga kúnna um leið og þau opnuðu árið 2019. Staðreyndin var þó sú að þau áttu greinilega ekki fyrir tækjum og tólum sem þurfti til að reka útfararstofu... þrátt fyrir það tóku þau við látnum einstaklingum og rukku fjölskyldu og ástvini fyrir þjónustu þeirra ... en í stað þess að gera það sem þau lofuðu að gera, stöfluðu þau hinum látnu inní herbergi útfararstofunnar og leifðu þeim að rotna þar.