Fyrsti þáttur


Episode Artwork
1.0x
0% played 00:00 00:00
Oct 20 2023 47 mins   3
Eldgos hófst í Lakagígum 8. júní 1783 og stóð fram í febrúar 1784. Þetta voru Skaftáreldar. Í þessum fyrsta þætti fræðumst við um upphaf gossins og hvað gerði Skaftárelda svona skæða, við fjöllum um hvers konar samfélag Ísland var á átjándu öld og kynnumst Jóni Steingrímssyni eldklerki.
Viðmælendur í þættinum eru Gísli Halldór Magnússon, Hrefna Róbertsdóttir, Illugi Jökulsson og Þorvaldur Þórðarson.
Umsjón og dagskrárgerð: Jón Kristinn Einarsson. Ritstjórn og samsetning: Gígja Hólmgeirsdóttir. Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir.
Upplestur: Guðni Tómasson, Arnhildur Hálfdánardóttir og Jóhannes Ólafsson
Titillag þáttaraðar: Eldur í flutningi Gabríels Ólafs og Steineyjar Sigurðardóttur. Höfundur lags: Gabríel Ólafs.