Mar 02 2025 76 mins 1
Freyja Haraldsdóttir er einstakur aktivisti og doktorsnemi sem hefur komið víða við í baráttu sinni fyrir bættum heimi fyrir fatlað fólk. Í þættinum segir hún mér frá uppvextinum í Garðabæ, hvernig flutningur fjölskyldunnar til Nýja Sjálands mótaði hana og auðvitað hlæjum við okkur í gegnum unglingsárin. Við tölum um baráttu hennar fyrir NPA aðstoðinni, dómsmál sem hún höfðaði gegn barnaverndarstofu og móðurhlutverkið.
Þetta er myljandi skemmtilegt spjall og það var svo gaman og lærdómsríkt að fara á dýptina með Freyju, ræða tilfinningar, hvernig hún hlúir að sjálfri sér og hvað er mikilvægast.
Hér er heimasíða Tabú sem er feminísk fötlunarhreyfing: www.tabu.is
Tabu á instagram: @tabufem
Hér er Freyja á instagram: freyjaharalds
---
Bjarni Snæbjörnsson heldur úti hlaðvarpinu Mennsku
Hægt er að nálgast nýjustu bók Bjarna, sem heitir heitir einnig Mennska í næstu bókabúð.
Instagram: bjarni.snaebjornsson
Facebook: https://www.facebook.com/bjarniactor
Tónlist: Axel Ingi Árnason
Grafísk hönnun og bókakápa Emilía Ragnarsdóttir