Feb 12 2025 47 mins 2
Eru konur alltaf að gerast þjónustufulltrúar án þess að gera sér grein fyrir því? Halldóra og Steinunn vilja nýja vængi enda búnar að vera þjónustufulltrúar í þrjá áratugi. Halldóra er meira miðaldra en Steina því hún heldur að það heiti ,,að larpa“ þegar unglingar eru ,,að lana.“ Eru barnaherbergi og stærð þeirra misskilningur frá upphafi til enda? Um það tjáir Steinunn sig enda var hún með svo lítið barnaherbergi að Harry Potter á ekkert í hana. Báðar eru þær á tímamótum og vilja nýtt upphaf og enga þræði sem halda þeim niðri. Ef Halldóra flokkar skrúfur langar Sreinunni að gefa henni vítissóda. Er bylting miðaldra kvenna á næsta leyti, ekki ber á öðru.